Æsispennandi kvöld í Arena Deildinni

Arena deildin heldur áfram.
Arena deildin heldur áfram. Grafík/RLIS

Arena deildin í Rocket League snéri aftur í gær eftir frí og bestu Rocket League spilarar landsins snéru aftur á völlinn.

Æsispennandi viðureignir

Mikil spenna var fyrir sjöundu umferð þar sem efstu sæti deildarinnar eru þétt setin og til mikils að vinna.

Fjórar hörku viðureignir fóru fram og gátu bæði Breiðablik og Lava Esports styrkt stöðu sína á toppnum með sigrum í sínum leikjum.

Spilað er undir fyrirkomulaginu „Best of 5” í Arena deildinni, sem þýðir að lið þarf að vinna þrjá leiki til þess að sigra viðureign. Spilað er þar til lið nær þremur sigrum og því geta viðureignir farið í allt að fimm lotur þar sem fimmti leikurinn er svokallaður oddaleikur.

Dagskrá gærkvöldsins.
Dagskrá gærkvöldsins. Grafík/RLÍS

354 Esports gegn Breaking sad

Fyrsti leikur umferðarinnar var 354 Esports gegn Breaking Sad og var fyrrnefnda liðinu spáð sigri í einvíginu bæði af áhorfendum og lýsendum. Leikirnir voru æsispennandi og hníjafnt alveg til loka.

Viðureignin fór í oddaleik þar sem Breaking Sad fór á kostum og komst í stöðuna 4-0 en 354 Esports gáfust ekki upp og náðu undir lok leiks að komast í stöðuna 4-3. Allt kom fyrir ekki og niðurstaða í leiknum var 4-3 og Breaking sad tóku stigin tvö.

Lokaniðurstaða: 354 Esports 2 - 3 Breaking Sad

Breiðablik gegn Pushin P

Breiðablik hefur gengið vel í Arena Deildinni og margir sem héldu að þeir myndu halda toppsætinu í deildinni með sigri á Pushin P.
Eins og fyrsta viðureign kvöldsins þurfti oddaleik til þess að finna sigurvegara viðureignarinnar.

Breiðablik var á tímapunkti tveimur leikjum undir og stefndi í burst en Breiðablik fann kraft og kom til baka og jafnaði stöðuna í 2-2.
Þrátt fyrir það náði Pushin P að halda út og sigraði framlengdan oddaleik og tók þar með sigur í viðureigninni.

Lokaniðurstaða: Breiðablik 2 - 3 Breaking Sad

Þór gegn Bluelagoons

Næsti leikur á dagskrá var Þór gegn Bluelagoons. Þór var spáð sigri og byrjaði viðureignina auðveldlega og skoruðu mark eftir 5 sekúndur af fyrsta leiknum. Þór tapaði einungis einum leik í kvöld og unnu verðskuldaðan sigur og tóku tvö stig til Akureyrar.

Lokaniðurstaða: Þór 3 - 1 Bluelagoons

Lava Esports gegn Midnight Bulls

Lava Esports tók á móti Midnight Bulls sem höfðu stórt verk fyrir hendi að reyna sigra núverandi íslandsmeistara í Rocket League. Midnight Bulls áttu gott kvöld og reyndist þrautinni þyngri fyrir Lava að sigla þessum sigri heim og fór leikurinn í oddaleik eins og virðist hafa verið þema kvöldsins.

Í lokinn vann Lava Esports þó viðureignina og tylltu sér á toppinn með tveggja stiga forskot á Breiðablik.

Lokaniðurstaða: Lava Esports 3 - 2 Midnight Bulls

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka