Leikmenn settir í þagnarbindindi

League of Legends-hetjan Neeko í hrekkjavökubúning.
League of Legends-hetjan Neeko í hrekkjavökubúning. Grafík/Riot Games

Riot Games hefur gefið út uppfærsluatriði fyrir uppfærslu 12.20 í League of Legends en athygli vekur á því að strangari aðgerðum gegn meiðandi máli.

Dregið var úr kröftum nokkurra hetja sem þóttu sterkari en það sem telst sanngjarnt. Má þar nefna hetjur á borð við Maokai og Aatrox en markmið þróunaraðila var að gera þá „aðeins minna ógnvekjandi“.

League of Legends-hetjan Cassiopeia í hrekkjavökubúning.
League of Legends-hetjan Cassiopeia í hrekkjavökubúning. Grafík/Riot Games

Buff og hrekkjavökubúningar

Á hinn bóginn voru nokkrar hetjur, eins og Evelyn og Gwen, styrktar með buffum. Þótti það kjörið vegna þess að þetta tímabil er einmitt þeirra tími og eru komnir nýir búningar í norna- eða einskonar hrekkjavökuþema.

Sem fyrr segir verður tekið strangar á öllum dónaskap innanleikjar í garð annarra leikmanna og er svigrúmið fyrir slíku nú ekkert. Meiðandi málfar er greint um leið og stöðvað og verða þeir leikmenn sjálfkrafa settir í þagnarbindindi.

Nánar um öll atriði uppfærslunnar má lesa með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert