Prestur, flugmaður og rotta á GameTíví í gær

Marín Eydal, Mjamix, í rottubúning á búningakvöldi Gameverunnar.
Marín Eydal, Mjamix, í rottubúning á búningakvöldi Gameverunnar. Ljósmynd/Aðsend

Prestur, flugmaður og rotta spiluðu saman hryllingstölvuleiki í beinni útsendingu í gærkvöldi á GameTíví.

Þannig hljómar nýjasti þáttur Gameverunnar í hnotskurn þar sem Marín Eydal, eða Mjamix í Gameverunni, skellti sér í rottubúning og spilaði með félögum sínum á búningakvöldi Gameverunnar í gær.

Marín Eydal, Mjamix, í rottubúning á búningakvöldi Gameverunnar.
Marín Eydal, Mjamix, í rottubúning á búningakvöldi Gameverunnar. Ljósmynd/Aðsend

Spilaði hún þá hryllingsleikinn Phasmophobia ásamt félögum sínum Hilmari Ársæl „Shady_Love“ og Óðin Björnssyni „Odinzki“. Þá hafði Hilmar brugðið sér í gervi prests meðan Óðinn hafði klætt sig upp sem flugmaður.

Búningadagar hjartans mál

„Ég hef alltaf elskað búningadaga eins og hrekkjavöku og öskudaginn þegar ég var yngri,“ segir Marín í samtali við mbl.is og bætir við að vinahópur hennar haldi á hverju ári hrekkjavökuteiti þar sem öll spilin eru lögð á borðið.

Að þessu sinni stefna Marín og vinir að því að halda hrekkjavökuteiti annað kvöld og mun hún birta myndir af öllum sem mæta í búningum á Instagram-aðganginn sinn

Gameveran er sýnd í beinni útsendingu á Twitch-rás GameTíví klukkan 21:00 á fimmtudögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert