Vinsælasti Call of Duty til þessa

Modern Warfare II kom út í dag.
Modern Warfare II kom út í dag. Grafík/Activision

Call of Duty leikjaserían tók á móti sinni nýjustu viðbót í dag þegar Modern Warfare II kom út.

Þegar þetta er skrifað eru um 160.000 manns að spila leikinn en á einum tímapunkti voru spilararnir 238.522, nokkrum klukkutímum eftir útgáfu sem gerir þetta stærsta útgáfudag í sögu Call of Duty.

Vinsæl sería

Modern Warfare II er endurgerð á einum vinsælasta Call of Duty leik sögunnar sem kom út árið 2009 og bar sama nafn og nýi leikurinn.

Eftir einungis nokkra klukkutíma af spilun er leikurinn strax kominn með jákvæð viðbrögð og eru spilarar ánægðir með leikinn, en 92% spilara gefa honum hæstu einkunn á Google þegar þetta er skrifað.

Nýir eiginleikar

Leikurinn býður upp á nýjungar í leikjaeiginleikum, raunverulegri spilun og bætt gæði.

Spilarar geta hoppað strax í leik þegar leikurinn er klár á tölvum þeirra og er nóg að velja um, hægt er að spila söguna, (e.campain), netspilun (e. multiplayer) og samstilltar herferðir með vinum (e.co-op special ops).

Ekki er allt sem sýnist

Þó hefur þetta ekki gengið hnökralaust fyrir sig eins og er viðbúist fyrst um sinn en spilarar hafa verið að lenda í því að leikurinn slökkvi á sér og þeim hent út úr því sem þeir voru að gera.

Eins hafa þeir sem spila leikinn á Xbox leikjatölvurnar eða borðtölvum ekki náð að slökkva á möguleikanum að spila gegn öðrum spilurum á öðrum leikjatölvum, því hafa sumir Xbox spilarar verið að lenda á móti fólki sem spilar á borðtölvu, með mús og lyklaborði. 

Þetta er flottur leikur og fyrstu myndskeið af spilun líta vel út, verður fróðlegt að fylgjast með leiknum eftir því sem fleiri prófa og komast lengra í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka