Áhorfendur til vandræða í Brasilíu

Ljósmynd/HLTV

Umspilsriðli stórmótsins í Counter-Strike er lokið og ljóst hvaða átta lið halda áfram í Brasilíu.

16 lið standa eftir í keppninni í tveimur styrkleikaflokkum, liðin sem komu upp úr umspilsriðlinum og svo lið sem unnu sér inn þátttökurétt í 16 liða úrslitum fyrir mót.

Sterkustu liðin ekki best

Umspilsriðillinn var fjörugur og margar viðureignir sem fóru þvert á spár aðdáenda leiksins. Í umspilsriðlinum voru 5 lið sem eru á lista yfir 10 sterkustu lið heims.

Heimamenn komnir áfram.
Heimamenn komnir áfram. Ljósmynd/HLTV

Þótt liðin séu sterk á heimslista flugu þau þó ekki í gegn. Þau fengu mikla mótstöðu frá minni liðum mótsins og þeirra aðdáendum í salnum því gríðarleg stemning hefur verið á mótinu sem pistlahöfundar eru að titla eitt háværasta mót sem þeir hafa fylgst með.

Liðin Vitality og Cloud9 sem sitja í öðru sæti og fimmta sæti heimslistans þurftu að spila úrslitaleiki síðasta dag umspilsriðilsins sem myndi koma þeim í 16 liða úrslit, eða senda þau heim.

Bæði liðin stóðust þó áskorunina og komust naumlega áfram úr riðlinum.

Leikmenn Cloud9 sluppu naumlega í gegn.
Leikmenn Cloud9 sluppu naumlega í gegn. Ljósmynd/HLTV

Fjörugir áhorfendur

ESL mótshaldarinn þurfti að grípa til þeirra örþrifaráða að fjarlægja kort og staðsetningu leikmanna af útsendingarskjáum í Jeunesse höllinni þar sem aðdáendur gátu látið leikmenn vita af andstæðingi með látum og köllum.

Ljósmynd/HLTV

„Réttmæti mótsins er mikilvægasti þátturinn að okkar mati. Undanfarna daga höfum við heyrt af atvikum sem gæti ógnað því réttmæti. Við teljum því rétt að takmarka aðgang áhorfenda að ýmsum hlutum útsendingarinnar í nokkrum aðstæðum. Með þessu verndum við leikmenn og lið.“ Skrifar ESL á miðla sína þar sem þeir biðja fólk um að sýna þolinmæði þar sem unnið er að breytingum og bætingum.

Leikmenn hafa tekið misvel í þessar breytingar en þar má nefna leikmenn brasilískra liða sem hafa tjáð sig á twitter og óskað eftir breytingum til fyrra horfs.

16 liða úrslitin hefjast í dag klukkan 14.00 að íslenskum tíma.

Heimamaðurinn FalleN meðal aðdáenda í salnum.
Heimamaðurinn FalleN meðal aðdáenda í salnum. Ljósmynd/HLTV
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert