Hálf milljón í verðlaunapotti kvennamóts

Riot Games heldur evrópskt kvennamót síðar í mánuðinum í tölvuleiknum …
Riot Games heldur evrópskt kvennamót síðar í mánuðinum í tölvuleiknum League of Legends. Mótið er hluti af nýju mótaröðinni, Rising Stars. Grafík/Riot Games

Riot Games heldur kvennamót í lok þessa mánaðar með tæplega hálfri milljón íslenskra króna í verðlaunapottinum, eða 3.000 evrur. Keppt verður í tölvuleiknum League of Legends frá 26. til 27. nóvember.

Í samstarfi við GGTech og NUEL hefur Riot tilkynnt um nýja og sjálfstæða mótaröð í League of Legends fyrir konur innan Evrópu, Rising Stars, og er þetta mót hluti af þeirri mótaröð.

Aukin tækifæri í rafíþróttum

Þar sem þetta er kvennamót þá mega væntanlega ekki vera karlkyns leikmenn innan þeira liða sem vilja taka þátt í mótinu. Riot segir það vera til stuðnings við aukin tækifæri í rafíþróttum.

Liðin þurfa því að vera skipuð af kvenkyns leikmönnum og eins þurfa þeir að hafa náð sextán ára aldri. Umsóknarfrestur er til 22. nóvember og fer skráning fram í gegnum Challengermode.

Þrátt fyrir að mótaröðin sé opin öllum konum innan Evrópu þá er Riot Games að horfa sérstaklega til kvenna í Norður-Evrópu, þá kvenna í Bretlandi, Írlandi og á Norðurlöndunum.

Spilað verður í gegnum netið en Confetti Institute hjá Creative Technologies í Nottingham mun sjá um útsendinguna, sem verður sýnd á Twitch.

Nánar um þetta má lesa á Twitter eða á Discord-rás mótaraðinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert