Fyrsta World of Warcraft-kvöldið í Arena

Á samfélagskvöldi Arena fyrir World of Warcraft-leikmenn verður spilað af …
Á samfélagskvöldi Arena fyrir World of Warcraft-leikmenn verður spilað af krafti. Spilað verður í Dragonflight jafnt sem Wrath of the Lich King. Grafík/Blizzard

Í fyrsta sinn verður haldið sérstakt samfélagskvöld fyrir alla World of Warcraft-leikmenn í rafíþróttahöllinni Arena, bæði þá sem vilja spila Dragonflight og Wrath of the Lich King.

Kvöldið fer fram á fimmtudeginum 1. desember og meðan kvöldinu stendur verður haldin sérstök „transmog-keppni“. Það er í raun fegurðarsamkeppni milli persóna innanleikjar.

Sá sem klæðir persónu sína í flottasta stríðsgallann vinnur tíu klukkustunda spilatíma í Arena.

Vilja leika meira saman

Forritið CurseForge er sett upp í tölvum Arena, svo þeir sem hyggjast nota einhverskona viðbætur (e. add on) geta sett upp sínar uppáhalds viðbætur og notað þær.

Markmið Arena með kvöldinu er meðal annars að athuga hvort hægt sé að gera skemmtilegri hluti saman hér á landinu.

Til dæmis væri að ganga saman berserksgang í Mythic+ ránsferðum eða jafnvel halda PvP-keppnir, þar sem leikmenn berjast á móti hvorum öðrum.

„Við hlökkum til að hitta ykkur og spila og spjalla um World of Warcraf!,“ segir í tilkynningu Arena ásamt litlu hjarta.

Sérstök tilboð á spilatímum

Sérstakt tilboð á spilatímum verður í boði þar sem þetta er fyrsta samfélagskvöld Arena fyrir World of Warcraft-leikmenn.

Þriggja klukkustunda spilatími fæst fyrir 1.990 krónur og fimm klukkustunda spilatími fæst fyrir 2.990 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert