Úrslitin ráðast í Kópavogi

Úrslitin ráðast um helgina.
Úrslitin ráðast um helgina. Skjáskot/RocketLeague

Úrslitakeppnin í Rocket League hófst á miðvikudag þar sem efstu sex liðin mættust. Sýnt var frá úrslitakeppninni á Twitch rás Rocket League Íslands en núna verður hægt að mæta með vinum sínum, eða einsamall, og horfa á úrslitin ráðast.

Arena tekur á móti gestum

Núna er komið að því að úrslitin ráðist í Arena deildinni og því vel við hæfi að keppnin muni fara fram í Arena Smáralind á laugardag og sunnudag.

Dagskráin hefst klukkan 15.30 á laugardeginum þar sem litið verður yfir öxl og tímabilið gert upp sem og talað um úrslitakeppnina. Fyrsti leikur hefst svo klukkan 16.00.

Á morgun, laugardag, verða fjórar viðureignir leiknar og síðan tvær á sunnudeginum. 

Úrslitin ráðast á sunnudaginn.

Pítsuveisla í Kópavogi

Báða dagana verður hægt að mæta upp í Arena og fylgjast með keppninni á stórum skjá og öllum sem mæta gefst kostur á að fá sér pítsu og gos á 2000 krónur.

Áhorfendur eru hvattir til að mæta tímanlega og kynnast flestum í samfélagi Rocket League spilara og aðdáenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert