Liðsstjóramótið er hafið í þriðja sinn

Valorant.
Valorant. Grafík/Riot Games

Átta Val­or­ant-leik­mönn­um úr hópi þeirra bestu hér á landi var boðið liðsstjóra­hlut­verk á liðsstjóra­mót­inu sem hófst fyrr í dag.

Þetta er í þriðja sinn liðsstjóra­mótið er haldið en á því kjósa út­vald­ir liðsstjór­ar leik­menn í sín lið. Kosn­ing­in fór fram í gær­kvöldið í beinni út­send­ingu á Twitch og ætti leik­manna­hóp­ur hvers liðs að standa sam­an af fjöl­breytt­um leik­mönn­um. Þá þar sem leik­menn eru í mis­mun­andi getu­stigi inn­an­leikj­ar.

Fyrsta viður­eign­in á mót­inu hófst í dag klukk­an 12:00 og verður sú næsta spiluð á morg­un á sama tíma.

Undanúr­slit og úr­slit verða spiluð næstu helgi, þá undanúr­slit­in klukk­an 16:00 og úr­slit­in klukk­an 20:00. 

Hægt er að fylgj­ast með viður­eign­um móts­in í beinni út­send­ingu á Twitch.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert