Ástbjört Viðja
Nýtt tímabil er hafið í Overwatch 2 og býðst íslenskum Overwatch 2-leikmönnum að spreyta sig í leiknum á móti í næstu viku.
Þann 18. desember verður keppt í Overwatch 2 í rafíþróttahöllinni Arena, en aðeins átta lið geta tekið þátt. Þá er víst að hafa hraðar hendur þar sem reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“ gildir.
Queen of the Junkers → God of Thunder ⚡️
— Overwatch (@PlayOverwatch) December 8, 2022
Jump into Season 2 and join over 40 million other players in #Overwatch2! pic.twitter.com/pbX7hyrQfl
Þetta verður svokallað hringekjumót (e. round robin) með best-af-þremur fyrirkomulagi, en þá keppa allir á móti öllum og þrír leikir eru spilaðir í hverri viðureign. Efstu tvö liðin keppa um fyrsta sætið í úrslitaviðureign sem nemur fimm leikjum í stað þriggja.
Mótið hefst í hádeginu klukkan 12:30 en keppendur eru beðnir um að mæta að lágmarki hálftíma áður en mótið hefst.
Þegar fimm umferðir hafa verið spilaðar á mótinu verður pítsuhlaðborð á veitingastaðnum Bytes í boði fyrir þá leikmenn sem greiða 2.000 krónur til viðbótar við mótsgjaldið.
Arena veitir efstu tvemur liðunum verðlaun og fela verðlaunin í sér tugi klukkustunda af spilatíma á staðnum ásamt pítsuveislu á Bytes.
Nánar um þetta og skráningu á mótið er að finna á heimasíðu Arena.