Kláraðu áskoranir og fáðu forskot í Warzone 2

Margir hafa velt fyrir sér hvernig DMZ virkar.
Margir hafa velt fyrir sér hvernig DMZ virkar. Samsett mynd/GameStar

Call of Duty gaf út uppfærslu á leiknum sínum „Warzone“ í síðasta mánuði og samhliða því kynntu þeir nýjan leikjaham (e. gamemode) sem ber heitið „DMZ“.

Margir hafa velt því fyrir sér hvað þessi nýi leikjahamur er og hvernig hann virkar. 

Hvað er DMZ?

DMZ er glæný viðbót við Call of Duty og Warzone leikjaseríuna og á þá sérstæðu að gefa leikmönnum frjálsan hala til þess að hlaupa um Warzone kortið, Al Mazrah. 

Leikmenn fá tækifæri til þess að taka þátt í viðburðum og klára áskoranir sem það hefði venjulega ekki haft tækifæri til. 

Hægt er að fá verðmæt vopn í DMZ leikjahaminum.
Hægt er að fá verðmæt vopn í DMZ leikjahaminum. Skjáskot/Warzone

DMZ hugmyndin er ekki nýtt fyrirbæri en fleiri leikir eins og Rainbow Six Extraction virka á sömu hugmyndinni.

Áherslan er á að safna skotvopnum og öðrum hlutum víðsvegar um kortið og klára áskoranir, öfugt við Warzone þar sem markmiðið er að vera síðasti eftir lifandi.

Munurinn er því að í venjulegum Warzone leik ert þú að keppa gegn 150 öðrum spilurum en í DMZ keppir þú einungis gegn sjálfum þér. 

Áskoranirnar eru mismunandi en fyrir venjulegan Warzone leik getur verið gott að hoppa í DMZ, klára áskoranirnar, safna verðmætum skotvopnum sem gætu komið sér vel þegar svo er keppt gegn öðrum spilurum. 

Hvernig spila ég DMZ?

DMZ er gjaldfrjáls, rétt eins og Warzone og því ekki annað í stöðunni en að prófa. DMZ er aðgengilegt um leið og spilarinn ræsir leikinn og þarf einungis að velja að spila leikjahaminn.

DMZ er ögn rólegri en Warzone en heldur þó spilurum á tánum með blöndu andstæðinga, annarsvegar tölvugerðir andstæðingar og hinsvegar aðrir spilarar.

Það er því aldrei víst hvort þú ert að fara mæta tölvugerðum andstæðing eða öðrum spilara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert