Ósáttir með lánsmann á bikarmóti

Rafíþróttahöllin Arena í Kópavogi.
Rafíþróttahöllin Arena í Kópavogi. Ljósmynd/Arena

Tveir gaur­ar efndu ný­verið til bikar­móts í rafíþrótta­höll­inni Ar­ena og var þá keppt í tölvu­leikn­um League of Le­g­ends.

Mótið fór þannig fram móts­stjór­arn­ir Sölvi Karls­son og Hafliði Örn Ólafs­son, bet­ur þekkt­ur sem Flati, höfðu skipað nokkra liðsstjóra sem áttu síðan að kjósa skráða þátt­tak­end­ur í liðin sín.

Mikið var um glens og gam­an hjá kepp­end­um sem áhorf­end­um en það var liðið hans Þor­bjarn­ar Óskars Arn­munds­son­ar „kookie“, Bing qi ling, sem endaði á því að vinna mótið.

Besti leikmaður­inn hoppaði í skarðið

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Flati að vel hafi gengið á mót­inu en seg­ir frá óánægju nokk­urra leik­manna yfir leik­manna­skipt­um í liði Kjart­ans Daní­els Helga­son­ar „Icelandic Hero“, Team NA.

„Mótið gekk sjúk­lega vel, það voru reynd­ar nokkr­ir leik­menn pirraðir af því það var einn í einu liðinu sem komst ekki á laug­ar­deg­in­um,“ seg­ir Flati.

„Þannig að hann fékk LANG besta leik­mann Íslands til þess að hoppa í skarðið og þeir rústuðu öll­um í neðra leikja­trénu og komust upp í úr­slit, en töpuðu reynd­ar þar 2:0.“

Um­rædd­ur leikmaður, Aron Gabrí­el Guðmunds­son „Hoiz“, átti því stór­an þátt í að koma Team NA upp í úr­slit eft­ir að hafa dottið niður í neðra leikja­tré í ann­arri um­ferð móts­ins.

Kom­inn aft­ur á skrið

Var því mikið um að vera á mót­inu og bar­átt­an um bik­ar­inn mik­il og virðist Flati vera kom­inn aft­ur á skrið en hann hef­ur verið í pásu frá móta­haldi.

Þrátt fyr­ir óánægju með leik­manna­skipt­in seg­ir Flati að leik­menn hafi verið hæst­ánægðir og eins áhorf­end­ur í spjall­glugg­an­um á Twitch-út­send­ing­unni.

„Þetta var virki­lega skemmti­legt mót. Ég var bú­inn að taka mér pásu í móta­haldi frá því í vor og var mjög spennt­ur að koma inn aft­ur. Leik­menn voru mjög ánægðir að fá aft­ur mót til að spila í og mikið fjör var í Twitch chatt­inu að fá að horfa á Íslenskt mót aft­ur,“ seg­ir Flati.

„Mig lang­ar að halda fleiri svona lít­il mót á næsta ári, ég er ekki viss um að það gangi upp að vera með deild eins og áður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert