Það skortir hvorki grín né glens hjá strákunum á GameTíví og allra síst um áramótin þegar Kryddpylsunni er streymt.
Kryddpylsan er einskonar partý-sérþáttur þar sem strákarnir á GameTíví, Óli Jóels, Kristjájn Einar, Dói og Tryggvi rifja upp árið sem var að líða. Þá fá þeir til sín ýmsa gesti og skemmta áhorfendum með allavega brögðum og uppákomum.
Kryddpylsan fyrir þetta ár fer í loftið þann 2. janúar á Twitch-rás GameTíví klukkan 20:00 og hefur GameTíví deilt hlekk sem gerir áhugasömum kleift að taka meiri þátt í Kryddpylsunni þetta árið.
Þá geta þeir sem vilja haft áhrif á það hver leikur ársins að mati GameTíví verði, hver vonbrigði ársins voru og fleira með því að greiða atkvæði í þennan hlekk.