Rosalegar breytingar á leikmannamarkaði

Ljósleiðaradeildin hefst í kvöld eftir frí.
Ljósleiðaradeildin hefst í kvöld eftir frí. Grafík/RÍSI

Ljósleiðaradeildin í Counter-Strike hefst að nýju í kvöld eftir jólafrí.

Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannamarkaðinum en liðin leita að því að ná sem bestum árangri og segja má að sjaldan hafi jafn margar breytingar verið gerðar á miðju tímabili hér á landi. Seinni hluti tímabilsins er eftir og sjaldan hefur deildin verið jafnari. 

Grafík/RÍSÍ

Ekki eru öll lið búin að gefa út staðfest byrjunarlið fyrir Ljósleiðaradeildina en breytingarnar eru eftirfarandi:

Atlantic Esports

Farnir: clvr

Komnir: leFluff

Ármann

Farnir: 7homsen, lambo

Komnir: brnr, Criis, Auddzh, Dell1

Breiðablik

Farnir: Enginn

Komnir: Enginn

Dusty

Farnir: Enginn

Komnir: Hugo, KiddiDisc0

Lava

Farnir: Spike

Komnir: j0n og H0Z1D3R (þjálfari, varamaður)

Saga Esports

Farnir: Enginn

Komnir: Enginn

Ten5ion

Farnir: leFluff

Komnir: mikki24, Odini, Akkeri, Klemmi

Viðstöðu

Farnir: tony, allee

Komnir: Pabo

Þór

Farnir: minidigreez!, j0n, Dell1

Komnir: clvr, allee, Tony

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig nýju liðin líta út og sömuleiðis hvernig þeim mun ganga með breyttum uppstillingum liðanna.

Ljósleiðaradeildin hefur göngu sína á ný í kvöld klukkan 19.15 á Stöð 2 Esports og Twitch-rás Rafíþróttasamtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert