Sævar Breki Einarsson
Call of Duty tilkynnti á dögunum nýja keppni í leikhamnum DMZ. Keppnin fer af stað 17. janúar og fær sigurvegarinn tæpar 4.3 milljónir íslenskra króna.
Þeir sem eru góðir í Call of Duty, og þá einna helst í DMZ gætu séð hag sinn í því að skrá sig á mótið en 16 þriggja manna lið keppa hvert gegn öðru að leysa verkefni á víð og dreif um kortið.
Þegar spilarar kveikja á DMZ er þeim hent inn í kortið Al Mazrah, sem er aðalkort Warzone 2. Þeir fara um kortið í leit að vopnum og búnaði, sem svo hægt er að nota í Warzone og vera þá með forskot á andstæðingana.
Keppt verður í leikhamnum DMZ en ekki Warzone og því er ekki vitað hvers konar þrautir verða lagðar fyrir keppendur.
Á Twitter-síðu Call of Duty er spurningunni „Hvern langar ykkur að sjá“ varpað fram og því hægt að ganga út frá því að ekki sé búið að velja hverjir fái boð í keppnina og gæti því verið möguleiki fyrir spilara að taka þátt.
Mark your calendars for the DMZ Gauntlet!
— Call of Duty (@CallofDuty) January 12, 2023
Tune in as 16 captains and their trios work their way through a variety of challenges in DMZ competing for their share of $30,000!
📅 January 17 at 12PM PST
💵 $30,000 Prize Pool
👥 16 Trios
Who do you want to see get an invite? 👀 pic.twitter.com/ljDqfjs697