Tækifæri fyrir efnilega spilara Call of Duty

Hér sést borgin Al Mazrah.
Hér sést borgin Al Mazrah. Sjáskot/Warzone

Call of Duty tilkynnti á dögunum nýja keppni í leikhamnum DMZ. Keppnin fer af stað 17. janúar og fær sigurvegarinn tæpar 4.3 milljónir íslenskra króna. 

Þeir sem eru góðir í Call of Duty, og þá einna helst í DMZ gætu séð hag sinn í því að skrá sig á mótið en 16 þriggja manna lið keppa hvert gegn öðru að leysa verkefni á víð og dreif um kortið.

Þegar spilarar kveikja á DMZ er þeim hent inn í kortið Al Mazrah, sem er aðalkort Warzone 2. Þeir fara um kortið í leit að vopnum og búnaði, sem svo hægt er að nota í Warzone og vera þá með forskot á andstæðingana.

Keppt verður í leikhamnum DMZ en ekki Warzone og því er ekki vitað hvers konar þrautir verða lagðar fyrir keppendur. 

Á Twitter-síðu Call of Duty er spurningunni „Hvern langar ykkur að sjá“ varpað fram og því hægt að ganga út frá því að ekki sé búið að velja hverjir fái boð í keppnina og gæti því verið möguleiki fyrir spilara að taka þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka