Sævar Breki Einarsson
Tölvuleikjaspilarinn Jake Lucky deildi nýlega myndskeiði af streyminu sínu þar sem hann sýndi frá augnablikinu þegar hann datt úr hnélið eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leiknum Warzone.
Í myndskeiðinu sést þegar hann fellur í leiknum og vakna þá upp viðbrögð sem verða til þess að hann dettur í herberginu sínu og segist fótbrotna. Seinna kom í ljós að hné hans hafi dottið úr lið.
I covered this streamer dislocating his knee while playing Call of Duty
— Jake Lucky (@JakeSucky) January 15, 2023
So Activision sent him a care package. Beautiful really. pic.twitter.com/Tfq2QrljR4
Activison, framleiðandi leiksins, virðist hafa fylgst með streyminu og ákváðu að senda honum gjöf til þess að reyna draga úr sársaukanum en í gjöfinni voru húfa og derhúfa, músamotta, heyrnatól og fleira.
Það þekkja margir tilfinninguna að tapa í tölvuleikjum og þá sérstaklega þeir sem hafa ræst Call of Duty, keppnisskapið nær yfirhöndinni, en þá er gott að taka djúpan andadrátt og jafna sig.