Datt úr hnélið og fékk sendan pakka

Tölvuleikjastreymarinn og spilari Jake Lucky.
Tölvuleikjastreymarinn og spilari Jake Lucky. Ljósmynd/Twitter

Tölvuleikjaspilarinn Jake Lucky deildi nýlega myndskeiði af streyminu sínu þar sem hann sýndi frá augnablikinu þegar hann datt úr hnélið eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leiknum Warzone. 

Segist fótbrotna

Í myndskeiðinu sést þegar hann fellur í leiknum og vakna þá upp viðbrögð sem verða til þess að hann dettur í herberginu sínu og segist fótbrotna. Seinna kom í ljós að hné hans hafi dottið úr lið.

Activison, framleiðandi leiksins, virðist hafa fylgst með streyminu og ákváðu að senda honum gjöf til þess að reyna draga úr sársaukanum en í gjöfinni voru húfa og derhúfa, músamotta, heyrnatól og fleira. 

Það þekkja margir tilfinninguna að tapa í tölvuleikjum og þá sérstaklega þeir sem hafa ræst Call of Duty, keppnisskapið nær yfirhöndinni, en þá er gott að taka djúpan andadrátt og jafna sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka