Báðust afsökunar á myndskeiðinu

Brink of Infinity myndskeiðið stóðst ekki væntingar.
Brink of Infinity myndskeiðið stóðst ekki væntingar. Skjáskot/LeagueofLegends

Hefð er fyr­ir því að fram­leiðend­ur League of Le­g­ends eyði miklu púðri í mynd­skeið sín, en annað var á borðinu í nýj­asta mynd­skeiði þeirra.

Til­gang­ur mynd­skeiðsins var að kynna árið sem er í vænd­um og hverju mætti bú­ast við frá tölvu­leikja­hönnuðinum, en það tókst ekki bet­ur til en svo að spil­ar­ar segja mynd­skeiði bit­laust og leiðin­legt.

Áralöng hefð

Frá ár­inu 2018 hef­ur Riot Games, fram­leiðandi League of Le­g­ends, gefið út kynn­ing­ar­mynd­bönd fyr­ir kom­andi tíma­bil og inni­halda mynd­skeiðin iðulega stóra bar­daga og lang­ar flókn­ar sen­ur sem eru eins og augna­kon­fekt fyr­ir áhorf­and­ann.



Mynd­skeiðið í ár var þó held­ur lé­legra, að sögn aðdá­enda, en ein­ung­is er flogið yfir kortið „Summoner's Rift“ og texti les­inn yfir. Fram­leiðend­ur leiks­ins hafa tekið gagn­rýn­inni og beðið aðdá­end­ur af­sök­un­ar á Twitter-síðu með 7 mín­útna löngu mynd­skeiði.

„Við höf­um lesið skoðanir ykk­ar og vit­um að mynd­skeiðið var ekki nógu gott og stóðst ekki vænt­ing­ar ykk­ar“.

 

 

Fyr­ir­tækið tjáði spil­ur­um að ófyr­ir­séðar aðstæður lægju á bakvið ákvörðun­ina að breyta um stíl á kynn­ing­ar­mynd­skeiðinu en spil­ar­ar þurfi þó ekki að ör­vænta því árið 2023 mun ekki valda von­brigðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert