Báðust afsökunar á myndskeiðinu

Brink of Infinity myndskeiðið stóðst ekki væntingar.
Brink of Infinity myndskeiðið stóðst ekki væntingar. Skjáskot/LeagueofLegends

Hefð er fyrir því að framleiðendur League of Legends eyði miklu púðri í myndskeið sín, en annað var á borðinu í nýjasta myndskeiði þeirra.

Tilgangur myndskeiðsins var að kynna árið sem er í vændum og hverju mætti búast við frá tölvuleikjahönnuðinum, en það tókst ekki betur til en svo að spilarar segja myndskeiði bitlaust og leiðinlegt.

Áralöng hefð

Frá árinu 2018 hefur Riot Games, framleiðandi League of Legends, gefið út kynningarmyndbönd fyrir komandi tímabil og innihalda myndskeiðin iðulega stóra bardaga og langar flóknar senur sem eru eins og augnakonfekt fyrir áhorfandann.



Myndskeiðið í ár var þó heldur lélegra, að sögn aðdáenda, en einungis er flogið yfir kortið „Summoner's Rift“ og texti lesinn yfir. Framleiðendur leiksins hafa tekið gagnrýninni og beðið aðdáendur afsökunar á Twitter-síðu með 7 mínútna löngu myndskeiði.

„Við höfum lesið skoðanir ykkar og vitum að myndskeiðið var ekki nógu gott og stóðst ekki væntingar ykkar“.

 

 

Fyrirtækið tjáði spilurum að ófyrirséðar aðstæður lægju á bakvið ákvörðunina að breyta um stíl á kynningarmyndskeiðinu en spilarar þurfi þó ekki að örvænta því árið 2023 mun ekki valda vonbrigðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert