Ekki tilbúinn í breytingar

JoeWo er einn fremsti Warzone spilari heimsins.
JoeWo er einn fremsti Warzone spilari heimsins. Samsett mynd

Nú eru rúmlega tveir mánuðir liðnir frá útgáfu Call of Duty: Warzone 2 og loksins hafa framleiðendur leiksins tilkynnt endurkomu leikhamsins „Resurgence“.

Þessi leikhamur var gífurlega vinsæll í fyrri útgáfu Warzone og margir sem bíða spenntir eftir nýrri útfærslu. Leikhamurinn gengur út á baráttu milli liða en aðalbreytingin er að leikmaður getur komið inn í leikinn þrátt fyrir að hafa fallið í bardaga, sé liðsfélagi hans ennþá á lífi.

Leikirnir eru hraðir og spennuþrungnir sem er ein ástæða þess að spilarar leituðu í Resurgence í Warzone 1.

Ekkert í leiknum tilbúið

Einn fremsti Warzone spilari í heiminum, Joseph „JoeWo“ Wohala gagnrýndi leikinn harðlega á Twitch-streymi sínu nýlega og sagði ekkert í leiknum vera tilbúinn.

Resurgance leikhamurinn er á leiðinni í næstu uppfærslu, sem kemur 15. febrúar en JoeWo telur að það muni ekki ganga vel. „Það verður ekkert tilbúið, það þarf að breyta heilmiklu í uppbyggingu leikjanna svo þetta gangi upp".

Leikirnir eru að hans mati of langir og þurfi að breyta því ætli þeir að bæta við öðru efni eins og Resurgance við leikinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert