Sævar Breki Einarsson
Riot Games, framleiðandi leikja á borð við Valorant og League of Legends, virðist vera bætast í flokk tæknifyrirtækja hvað uppsagnir starfsmanna varðar.
Í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins þarf að grípa til þeirra öþrifaráða að segja starfsfólki upp en ekki er vitað hversu mörgum verður sagt upp. Mannauðsstjórateymi fyrirtækisins er í skotlínu stjórnenda sem og rafíþróttadeildin þeirra.
Riot Games is making layoffs, which started earlier today, multiple people have told me.
— Jacob Wolf (@JacobWolf) January 19, 2023
Size and scope are unclear at the moment, so far I’ve heard of effects across recruiting & human resources, support and esports. Will do more reporting in the morning for the newsletter.
Þetta virðist vera algengt um þessar mundir í tölvuleikja og tæknigeiranum en til dæmis má nefna uppsagnir hjá Microsoft sem hleypur á tugum þúsunda starfsmanna.
Tölvuleikja- og tæknifyrirtæki virðast ætla draga saman seglin á næstu mánuðum og sjá hver stefnan í heiminum er þar sem mikil óvissa er að myndast með komu gervigreindar og breytingum á tölvuleikjamörkuðum.
Riot hefur ekki tjáð sig varðandi uppsagnirnar.