Fyrirtækið á uppleið en fækka starfsfólki

Frá opnun í Dublin.
Frá opnun í Dublin. Ljósmynd/Riot

Riot Games, fram­leiðandi leikja á borð við Val­or­ant og League of Le­g­ends, virðist vera bæt­ast í flokk tæknifyr­ir­tækja hvað upp­sagn­ir starfs­manna varðar.

Í fyrsta sinn í sögu fyr­ir­tæk­is­ins þarf að grípa til þeirra öþrifaráða að segja starfs­fólki upp en ekki er vitað hversu mörg­um verður sagt upp. Mannauðsstjórat­eymi fyr­ir­tæk­is­ins er í skotlínu stjórn­enda sem og rafíþrótta­deild­in þeirra.

Þetta virðist vera al­gengt um þess­ar mund­ir í tölvu­leikja og tækni­geir­an­um en til dæm­is má nefna upp­sagn­ir hjá Microsoft sem hleyp­ur á tug­um þúsunda starfs­manna.

Tölvu­leikja- og tæknifyr­ir­tæki virðast ætla draga sam­an segl­in á næstu mánuðum og sjá hver stefn­an í heim­in­um er þar sem mik­il óvissa er að mynd­ast með komu gervi­greind­ar og breyt­ing­um á tölvu­leikja­mörkuðum.

Riot hef­ur ekki tjáð sig varðandi upp­sagn­irn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert