Spilarar eru margir orðnir þreyttir á fjölda galla í Call of Duty: Warzone 2. Þegar leikurinn kom út voru margir spenntir að spila í þeirri von að væri búið að laga margt síðan úr fyrri gerð leiksins.
Nýjasti gallinn er þó heldur pirrandi en leikmenn eru að láta lífið áður en leikurinn hefst.
Einn klókur spilari náði því á myndskeiði hvernig gallinn lýsir sér en allir spilarar hefja leikinn í flugvél sem flýgur yfir Al Mazrah-borg og getur hver og einn valið hvenær hann stekkur úr flugvélinni og velur sér lendingarstað.
Spilaranum er hent úr vélinni áður en komið er að borginni og hefur hann því enga möguleika á því að bregðast við heldur fær upp skilaboð að hann sé ekki á réttu svæði.
Nokkrum sekúndum síðar deyr leikmaðurinn og er honum hent í fangelsið þar sem spilarar fá annað tækifæri á að komast inn í leikinn.
Spilarinn grínaðist með það á Reddit-síðu Warzone að þetta væri fljótasti dauðdagi í sögu leiksins.
Annar leikmaður greinir frá því í athugasemd undir myndskeiðinu að hann geti ekki einu sinni talið fjölda galla í leiknum og bendir á að nýr galli birtist á nokkurra daga fresti.
Næsta uppfærsla á leiknum kemur 15. febrúar og eru margir spenntir að sjá hvort þessir gallar hverfi með uppfærslunni.