Nýtt myndband sýnir frá spilun Hogwarts Legacy

Hogwarts Legacy.
Hogwarts Legacy. Grafík/Avalanche

Nýjasti Harry Potter-leikurinn, Hogwarts Legacy, átti að koma út á síðasta ári en var seinkað fram í febrúar á þessu ári. Fyrr í vikunni var birt sérstakt myndband á YouTube sem sýnir frá spilun tölvuleiksins, sem margir bíða eftir með eftirvæntingu.

Tölvuleikurinn er hlutverka- og hasarleikur sem spilaður er í opnum heim, sama heim og í Harry Potter-bókaröðinni. Aðdáendur fá nú einstakt tækifæri á að njóta sagna J.K. Rowling á glænýjan hátt, í tölvuleik.

Í hlutverki nemanda Hogwarts-skólans

Leikmenn eru settir í hlutverk nemanda Hogwarts-skólans og geta m.a. tekið þátt í kústakappreiðum, gerst seiðskrattar og eru knúnir til þess að taka drastískar ákvarðanir sem mun hafa áhrif á gang leiksins innanleikjar.

Leikurinn býður upp á talsvert fleira og er áætluð útgáfa hans þann 10. febrúar fyrir PC-tölvur, PlayStation og Xbox. Nánari upplýsingar um leikinn er að finna á heimasíðu hans og jafnframt hægt að kaupa hann í forsölu þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert