Tæpar 60 milljónir í verðlaunapottinum

Heimsmeistaramótið í Arena-bikarnum í World of Warcraft Dragonflight.
Heimsmeistaramótið í Arena-bikarnum í World of Warcraft Dragonflight. Grafík/Activision Blizzard

Heims­meist­ara­mótið í Ar­ena-bik­arn­um, AWC, í World of Warcraft Dragon­flig­ht er í fullu fjöri en vert er að nefna að verðlauna­pott­ur­inn býr að tæp­lega 60 millj­ón­um ís­lensk­um krón­um.

Verðlauna­fénu er dreift yfir allt tíma­bilið en í heild­ina sit­ur pott­ur­inn í 400.000 banda­rísk­um döl­um, sem gera 57.236.000 krón­ur og er ansi há upp­hæð. Tíma­bilið stend­ur fram í apríl en þá verða úr­slit­in spiluð.

Nóg til af verðlauna­fé

Fram að úr­slit­um verður keppt í fjór­um bikar­mót­um þar sem gefið verður 10.000 dali á hverju móti, en það er tæp­lega eina og hálf millj­ón ís­lenskra króna. 

Undanúr­slit­in verða spiluð 31. mars en eins og kem­ur fram hér að ofan verða úr­slit­in spiluð í beinu fram­haldi, dag­ana 1. og 2. apríl.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um heims­meist­ara­mótið í Ar­ena-bik­arn­um má lesa með því að fylgja þess­um hlekk.

Heimsmeistaramót Arena-bikarsins í World of Warcraft Dragonflight, AWC.
Heims­meist­ara­mót Ar­ena-bik­ars­ins í World of Warcraft Dragon­flig­ht, AWC. Grafík/​Acti­visi­on Blizz­ard
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert