Kortið sem enginn vildi á leiðinni

Kortið óvinsæla.
Kortið óvinsæla. Skjáskot/COD

Kort sem fáir eru spenntir yfir virðist vera á leiðinni í tölvuleikinn Call of Duty: Modern Warfare 2.

Kortið ber heitið Valderas Museum og er að sögn spilara leiðinlegt, einsleitt og hægvirkt.

25. janúar birti Infinity Ward stórt bréf þar sem það talaði um breytingar á leiknum og voru margir ánægðir að sjá bréfið, þá helst þeir sem spila Warzone 2, en þeim sem spila venjulega netspilun í Modern Warfare 2 fannst vegið heldur illa að sér.

Vonast var eftir skemmtilegu korti til þess að spila og áttu fáir von á því að Valderas Museum yrði fyrir valinu. Kortið byggist á safninu Getty Center í Kaliforníu, kortið er ekki það stærsta en spilarar hafa velt fyrir sér hvort möguleiki sé að spila venjulega leiki á því.

Það verður forvitnilegt að sjá hvort kortið kemur í leikinn og hvernig það spilast í nýjum Modern Warfare-leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert