Þriggja ára drengur komst í fréttir á dögunum eftir að myndskeið af honum spila tölvuleikinn Call of Duty: Modern Warfare 2 fór á flug.
Myndskeiðið, sem birtist á samfélagsmiðlinum Tiktok, sýndi barnið leika sér í tölvuleiknum á spjaldtölvunni sinni. Barnið sýndi mikla hæfileika í myndskeiðinu og náði nokkrum fellum.
Margir hafa skrifað athugasemdir við myndskeiðið og bent á að leikurinn er bannaður börnum sem og að börn á þessum aldri ættu ekki að vera með skjátímann í það að verða svona góð í tölvuleik.
Þetta væru mikilvæg ár fyrir þroska barna og efnið á skjánum ætti að vera fræðandi og uppbyggilegt.
Ofir Turel, prófessor við Melbourne-háskóla, skrifaði athugasemd við myndskeiðið þar sem hann segir að skjátími barna á aldrinum 2-5 ára ætti að takmarkast við einn klukkutíma af uppbyggilegu efni, rannsóknir hafi sýnt að meiri skjátími hjá svona ungum börnum leiði til verri samskiptahæfileika og minni þroska í sumum stöðvum heilans.