Ástbjört Viðja
Síðasti dagur kosninga í hönnunarkeppni rafíþróttavefsins er í dag og hafa lesendur sem aðrir því aðeins til miðnættis til þess að gefa velja sigurvegara.
Í hönnunarkeppni rafíþróttavefsins voru keppendur beðnir um að hanna eldhús og senda blaðamanni myndir af því.
Þegar skilafrestur innsendinga rann út fór dómnefnd mbl.is yfir myndirnar og valdi fimm flottustu eldhúsin til þess að komast áfram í úrslit. Í framhaldi voru birtar myndir af þeim á vefnum með valmöguleika um að kjósa.
Brynjólfur Löve, Marta María, Ástbjört Viðja og Sævar Breki sátu í dómnefnd og áttu ansi erfitt val fyrir höndum þar sem eldhúsin voru hvert öðru flottara.
Undanfarna viku hafa lesendur verið að kjósa um flottasta eldhúsið og er það hægt undir hverri frétt á rafíþróttavefnum.
Kosningu lýkur hinsvsegar á miðnætti í kvöld, eða klukkan 23:59, og verður þá skorið úr um hver vinnur fyrstu hönnunarkeppni rafíþróttavefsins í Sims 4 og eignast splunkunýja fartölvu frá Tölvutek.
Þeir sem vilja hafa áhrif á úrslitin þurfa því að hafa hraðar hendur og gefa sitt atkvæði hér fyrir neðan fréttina fyrir miðnætti.