Tæknirisinn Sony hefur sett mikið púður í hönnun hjálparbúnaðar bæði fyrir Playstation og aðrar vörur sínar. Í október á síðasta ári kom á markað heyrnatæki frá Sony sem fyrsta sinnar tegundar þurfti ekki að vera ávísað frá lækni.
Sony er með í plönunum að framleiða Sjónvarp sem gerir heyrnaskertum og þeim sem eiga erfitt með að tjá sig auðveldara fyrir.
Varan gæti parað vel með Playstation vörum Sony og er bæði hægt að nota fingrahreyfingar til þess að nota sjónvarpið sem og táknmál.
Efst á skjánum er myndavél sem skoðar fingrahreyfingar einstaklingsins og býr til stafi eða myndar orð eftir því.
Þetta væri stórt skref að auðvelda aðgengileika allra að Playstation leikjatölvum og mögulegt að þetta muni breyta mörgum lífum.