Gátu byrjað að veifa sprotunum í gær

Mikið var um galdrafár í gærkvöldið þegar leikmenn fengu að spreyta sig í fyrsta sinn í tölvuleiknum Hogwarts Legacy, sem kemur í rauninni ekki út fyrr en eftir tvo daga.

Þeim sem fjárfestu í forútgáfu Hogwarts Legacy var lofað að fá að prófa og spila leikinn 72 klukkustundum áður en hann kæmi opinberlega út.

Um kvöldmatarleytið í gær gátu íslenskir leikmenn sem gerðu það byrjað að leggja stund á galdranám sitt innan galdraveggja Hogwarts-skólans og byrjað að spila.

Galdrað í opnum heim

Hogwarts Legacy er byggður á Harry Potter-sögum J.K. Rowling og gerir leikmönnum kleift að upplifa lífið sem nemandi í Hogwarts-skólanum á 19. öldinni. Þetta er hasar- og hlutverkaleikur sem gerist í opnum heim en býsna margir hafa beðið eftir þessum leik með eftirvæntingu.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um leikinn eða kaup á honum á opinberu heimasíðu Hogwarts Legacy.

Hogwarts Legacy.
Hogwarts Legacy. Grafík/Avalanche Studios

Átt þú heima í Hufflepuff?

Í síðustu viku greindi rafíþróttavefurinn frá því að hægt væri að taka ákveðin próf á vegum leiksins sem hjálpaði leikmönnum að finna sinn sess í Hogwarts.

Þá geta leikmenn komist að raun um hvers konar verndardýr fylgi viðkomandi, hverskonar töfrasproti er ætlaður þeim og jafnframt í hvaða heimavist flokkunarhatturinn myndi skipa viðkomandi.

Flokkunarhatturinn getur, líkt og í sögum J.K. Rowling, skipað nemendur í fjórar mismunandi heimavistir, Hufflepuff, Slytherin, Ravenclaw og Gryffindor, sem allar hafa mismunandi eiginleika eða megingildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert