Ástbjört Viðja
Tyrkneski Valorant-leikmaðurinn Gizem Harmankaya „Luie“ var meðal þeirra sem létu lífið eftir jarðskjálftahrinu í Tyrklandi og Sýrlandi fyrr í vikunni.
Gizem Harmankaya keppti með liðinu UnknownPros í Valorant en alvarlegar áhyggjur vöknuðu hjá liðinu hennar þegar ekki náðist í hana eftir hamfarirnar.
Tölvuleikjafyrirtækið Riot Games hefur vottað samúð sína og hvatt fólk til þess að taka leggja sitt af mörkunum með því að gefa til góðgerðasamtakanna International Medical Corps.
Please join @riotgames in supporting the rescue efforts in Türkiye and Syria by donating to International Medical Corps: https://t.co/d7dJvspJxd https://t.co/6E3OJoDptJ pic.twitter.com/lSPJJHeC1a
— VALORANT Champions Tour (@ValorantEsports) February 8, 2023
Nokkrir innan tyrkneska Valorant-samfélagsins kölluðu ákaft á hjálp frá yfirvöldum í tæpa tvo sólarhringa áður en lík hennar fannst. Á þriðjudaginn greindi Selin Tok frá því á Twitter að hönd Gizem væri sjáanleg, en að kærasti hennar hafi ekki fengið nein viðbrögð frá henni þegar hann snerti hana.
Fjölmargir úr Valorant-samfélaginu sjálfu hafa nú vottað samúð sína eftir að andlát hennar var staðfest.
„Hvíldu í friði Gizem. Það er mjög þungbært að missa konur innan senunnar. Afrek þín munu aldrei gleymast,“ segir í einni kveðjunni á Twitter.
Rest in peace Gizem💜
— CpG Emlux (@_Emlux_) February 8, 2023
Losing women within the scene really do hit hard.
Your achievements will not be forgotten. https://t.co/3jDW0zaDRw