Mögulega stærsta lyklaborð í heimi

Mögulega stærsta lyklaborð heims.
Mögulega stærsta lyklaborð heims. Ljósmynd/Glarses

Gott lyklaborð er mikilvægt við spilun tölvuleikja og keppast fyrirtæki við það að hanna bestu lyklaborðin fyrir neytendur. Youtube-stjarnan „Glarses“ er þó með önnur plön en að eignast besta lyklaborðið en vill þess í stað eignast risavaxið lyklaborð.

Árið 2018 sýndi Razer frá lyklaborði á tækniráðstefnunni CES en lyklaborðið var það stærsta sem sést hafði og mikið stærra en öll lyklaborð sem framleidd eru.

Lyklaborð Razer á tækniráðstefnunni CES árið 2018.
Lyklaborð Razer á tækniráðstefnunni CES árið 2018. Ljósmynd/Future

Glarses bauðst til að kaupa lyklaborðið en fékk það ekki í gegn, brá hann því á það ráð að útbúa sitt eigið.

Razer lyklaborðið bjó yfir 87 tökkum á borðinu en lyklaborð Glarses er með 110 tökkum. Lyklaborðið var búið til í þrívíddarprentara og kostaði hann um rúmlega tvær milljónir íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert