Einstaklingar sem streyma tölvuleikjum eða spjalli þurfa góðar græjur til þess. Oft þýðir það að einstaklingur þarf að fjárfesta í miklum búnaði svo hægt sé að fylgjast með í hæstu gæðum. Einn helsti mælikvarði á gott streymi er gott myndefni og að hljóðneminn sé góður.
Tölvuleikjaheyrnatól með innbyggðum hljóðnema virka vel fyrir tölvuleiki og samtal í þeim en hljóðgæðin eru ekki mikil ef ætlunin er að streyma, þetta þýðir að fjárfesta þarf í hljóðnema og því oft meiri búnaði sem getur unnið hljóðið.
Fyrirtækið Audio-Technica stefnir að því að breyta til og hanna tölvuleikjaheyrnatól með hljóðnema sem hægt er að nota í öðru en bara tölvuleikjum. Heyrnatólin bera heitið „StreamSet“ og bjóða upp á allt sem streymarinn þarf.
Audio-Technica hefur lengi verið þekkt fyrir að framleiða hágæða heyrnatól og virðist ætla að setja kraftinn í að auðvelda streymurum lífið og einfalda uppsetningu á búnaði.
Nýju heyrnartólin eru byggð á ATH-GDL3 heyrnatólunum sem eru lauflétt og þægileg en þau eru einungis 220 grömm að þyngd. Ekki er komin dagsetning hvenær nýju heyrnatólin koma á markað.