Gengið í kubbum

Skórnir koma út 16. febrúar.
Skórnir koma út 16. febrúar. Skjáskot/Minecraft

Tölvuleikjaframleiðandinn Mojang, frægt fyrir leikinn Minecraft, tilkynnti á dögunum nýtt samstarf. Samstarfið er ekki af verri endanum en hinir frægu Crocs skór fá nýja útfærslu í anda Minecraft.

Framleiðendur leiksins eru duglegir að vinna með fatafyrirtækjum en þar má til dæmis nefna samstarfið Burberry og APPE, þar sem hönnuð var fatalína sem spilarar gátu keypt í leiknum og í raunheimum. 

Hér má sjá skóna sem verða í boði.
Hér má sjá skóna sem verða í boði. Skjáskot/Minecraft

Minecraft er einn vinsælasti leikur sögunnar og því mikið af fyrirtækjum sem vilja samstarf og reyna ná inn viðskiptum með aðdáendahóp leiksins. Fyrirtækið Mattel, framleiðir leikföng og hefur gert það í samstarfi við Minecraft og hlaut nýja línan þeirra miklar vinsældir.

Samstarf Minecraft og Crocs mun innihalda klassísku skólínu Crocs en með hönnun sem minnir á Minecraft, skórnir koma í 4 mismunandi litum sem og grænir inniskór verða í boði.

Samstarf Minecraft og Burberry vakti mikla athygli.
Samstarf Minecraft og Burberry vakti mikla athygli. Skjáskot/Burberry

Hægt verður að kaupa fylgihluti sem kallast „Jibbitz“ en hægt er að setja mismunandi hannanir af Jibbitz í götin í Crocs-skónum.

Með þessu geta leikmenn þó einnig fengið Crocs í Minecraft leiknum sjálfum og látið leikmann sinn klæðast þeim. 

Minecraft og Crocs samstarfið kemur út 16. febrúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert