Úrslitin ráðast um helgina

Úrslitakeppnin fer fram í íþróttahöllinni Spodek.
Úrslitakeppnin fer fram í íþróttahöllinni Spodek. Ljósmynd/IEM

Um helgina fer fram úrslitakeppnin á stórmótinu í Counter-Strike. Mótið fer fram í Katowice í Póllandi og standa sex lið eftir og keppast um verðlaunaféð sem eru tæpar 60 milljónir íslenskra króna. 

Úrslitakeppnin hefst í dag klukkan 14.30 að íslenskum tíma en tveir leikir eru á dagskrá í dag, tveir á morgun og svo úrslitaleikur á sunnudag klukkan 18.00.

Tvö bestu lið heims, G2 og Heroic, komust í undanúrslit og mögulegt er að þau mætist í úrslitaleiknum ef þau vinna sínar viðureignir.

Úrslitakeppnin fer fram í íþróttahöllinni Spodek í Katowice en höllin tekur 11.000 manns þegar mest lætur.

Hægt verður að fylgjast með úrslitakeppninni hér.

Dagskrá úrslitakeppninnar:

  • 10. febrúar - Natus Vincere gegn Outsiders klukkan 14.30
  • 10. febrúar - Liquid gegn Vitality klukkan 18.00
  • 11. febrúar - Heroic gegn sigurvegara Natus Vincere/Outsiders klukkan 14.30
  • 11. febrúar - G2 gegn sigurvegara Liquid/Vitality klukkan 18.00
  • 12. febrúar - Úrslitaleikur IEM Katowice klukkan 18.00
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert