Taka á alvarlegustu málunum með aðstoð lögreglu

Höfuðstöðvar Ubisoft í Þýskalandi.
Höfuðstöðvar Ubisoft í Þýskalandi. Skjáskot/Ubisoft

Tölvuleikjaframleiðandinn Ubisoft hefur sett nýja stefnu um viðbragð við alvarlegum eineltismálum og hatursorðræðu í leikjum sínum. Tölvuleikjabransinn stækkar ört og hafa leiðinlegum málum fjölgað í takt við vinsældir tölvuleikja.

Það er mikilvægt að sýna það í verki að svona hegðun er ekki boðleg enda eiga tölvuleikir að vera fyrir alla.

Samningur í gildi

Ubisoft hefur skrifað undir samning við lögregluyfirvöld í Bretlandi um að veita þeim aðgang að gögnum sem benda til hatursorðræðu og alvarlegra persónuárása ef slíkt skeður í leikjum þeirra.

Ubisoft mun afhenda lögreglunni í Northumbria gögnin svo hægt sé að vinna málin hraðar en áður og munu lögregluþjónar og starfsmenn Ubisoft fá viðeigandi þjálfun að vinna með gögn og hvernig skal fara að þessu. 

Northumbria Police starfar í borginni Newcastle.
Northumbria Police starfar í borginni Newcastle. Skjáskot/Facebook

Verkefnastjóri samskiptamiðstöðvar Ubisoft sagði í viðtali að Ubisoft reyni að vera réttu megin í öllum svona málum og vilji sé til þess að sýna gott fordæmi.

„Milljónir einstaklinga spila tölvuleikina okkar og því mikilvægt að við náum að hafa yfirsýn yfir samskiptin og passa að sem fæstum sé misboðið“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert