Öllu var tjaldað til í hálfleik Super Bowl í gær þegar söngkonan Rihanna steig á svið í fyrsta skipti í langan tíma.
Söngkonan hefur haldið sig frá sviðsljósinu undanfarna mánuði en síðasta sumar eignaðist hún sitt fyrsta barn með rapparanum A$AP Rocky.
Rihanna tilkynnti að hún kæmi með leynigest á svið en engum datt í hug að hún myndi tilkynna að hún gengi með sitt annað barn.
Sviðsmyndin sem sett var upp í gær fyrir söngkonuna hefur vakið nokkra athygli en glöggir áhorfendur fundu líkingu í henni og borði í tölvuleiknum Super Smash Bros.
Leikurinn er einn sá frægasti í heimi en þekkt er að spilarar geti hoppað milli hæða og reynt að komast í gegnum andstæðinga.
Rihanna is on a stage from Smash Bros pic.twitter.com/H1daTX5ShG
— Sƙყҽ (@MasterSykil) February 13, 2023
Twitter-notendur fóru margir á flug í gær að keppast um að vera fyrstir að segja frá líkingunni eða útbúa myndskeið eins og einn glöggur notandi.
The Rihanna x Super Smash Bros DLC goes hard 🔥🔥🔥 #SuperBowlLVII #HalftimeShow pic.twitter.com/9FXcc4mcWd
— SLUURP (@sluurptv) February 13, 2023
Ekki er víst hvort þetta hafi verið gert viljandi eða hvort Rihanna sé mikill aðdáandi Super Smash Bros en eitt er víst að þessi hálfleikssýning var fyrir allan peninginn.