Bera söngkonuna saman við Nintendo-leik

Rihanna kom fram í hálfleik Superbowl fyrir hönd Apple Music.
Rihanna kom fram í hálfleik Superbowl fyrir hönd Apple Music. Samsett mynd

Öllu var tjaldað til í hálfleik Super Bowl í gær þegar söng­kon­an Ri­hanna steig á svið í fyrsta skipti í lang­an tíma.

Söng­kon­an hef­ur haldið sig frá sviðsljós­inu und­an­farna mánuði en síðasta sum­ar eignaðist hún sitt fyrsta barn með rapp­ar­an­um A$AP Rocky. 

Ri­hanna til­kynnti að hún kæmi með leynigest á svið en eng­um datt í hug að hún myndi til­kynna að hún gengi með sitt annað barn. 

Minn­ir á borð í tölvu­leik

Sviðsmynd­in sem sett var upp í gær fyr­ir söng­kon­una hef­ur vakið nokkra at­hygli en glögg­ir áhorf­end­ur fundu lík­ingu í henni og borði í tölvu­leikn­um Super Smash Bros.

Leik­ur­inn er einn sá fræg­asti í heimi en þekkt er að spil­ar­ar geti hoppað milli hæða og reynt að kom­ast í gegn­um and­stæðinga. 

Twitter-not­end­ur fóru marg­ir á flug í gær að kepp­ast um að vera fyrst­ir að segja frá lík­ing­unni eða út­búa mynd­skeið eins og einn glögg­ur not­andi.

Ekki er víst hvort þetta hafi verið gert vilj­andi eða hvort Ri­hanna sé mik­ill aðdá­andi Super Smash Bros en eitt er víst að þessi hálfleiks­sýn­ing var fyr­ir all­an pen­ing­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert