Skipað að fara inn í eldhús

Rósa Björk „Goonhunter“ var viðmælandi í nýjasta þætti SETTÖPP en hún hefur þurft að hlusta á alls konar gagnrýni og glímt við fordóma fyrir það að vera stelpa sem streymir frá því þegar hún spilar tölvuleiki. 

Rósa Björk var viðmælandi í nýjasta SETTÖPP þætti Rafíþróttavefs Mbl.is
Rósa Björk var viðmælandi í nýjasta SETTÖPP þætti Rafíþróttavefs Mbl.is Mynd/Kristófer Liljar

Rósa segir í viðtalinu taka ljótum athugasemdum með húmor enda virki oft ekki að svara þeim öðruvísi. „Ég lendi í alls konar bulli en ég persónulega geri bara grín að þeim til baka, ef einhver segir mér að fara inn í eldhúsið segi ég þeim að fara í stríð“.

Hún segir þessa leið henta vel til þess að snúa þessu við og færa umræðuna úr leiðindum yfir í grín.

Hér má horfa á þáttinn í heild sinni:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert