Hönnunin líklega stolin

Nýja uppfærslan kynnt til leiks.
Nýja uppfærslan kynnt til leiks. Skjáskot/CounterStrike

Listamenn eiga möguleika á að stórgræða á list sinni, sé hún valin inn í tölvuleikinn Counter-Strike.

Í nýjustu uppfærslu af leiknum komu þó nokkrar nýjar tegundir af hönnun á litamynstri (e. skin) á vopnum en spilarar geta bæði keypt vopnin á vopnamarkaði Steam eða freistað gæfunnar og keypt sér lukkubox sem gæti innihaldið verðmæti. 

Segja hönnun sinni hafi verið stolið

Tvö vopn í nýju uppfærslunni fengu litamynstur og heita þau AWP Doodle Lore og M4A4 Temukau. Hönnunin er lífleg, björt og falleg með tengingu við japanskar teiknimyndasögur.

Nýju vopnin, efri myndin er af AWP og sú neðri …
Nýju vopnin, efri myndin er af AWP og sú neðri af M4A4. Skjáskot/Valve

YouTube-stjarnan og listamaðurinn Vexx hélt því fram á samfélagsmiðlum sínum að nýju vopnin væru stolin list af honum og að hann væri að lögsækja hönnuð annars vopnsins í von um að ná sínu fram. 

Málið með M4A4 örlítið flóknara

Deilt er um á samfélagsmiðlum hvort hönnunin á M4A4 - Temukau sé stolin líkt og Doodle Lore en hönnuður M4A4 hefur svarað fyrir sig á Twitter-síðu sinni og sýnt á handteikningu að hann bjó til listaverkið sjálfur en stal því ekki af öðrum.

Málið er flókið en hver verður að dæma fyrir sig.

Hvað er til ráða?

Vopnin verða ekki fjarlægð úr leiknum, enda væri það ósanngjarnt fyrir spilara sem hafa eytt peningum í þau en listamennirnir sem segja hönnunina vera sína eigin þurfa fá það staðfest og koma gögnum til Valve, framleiðanda leiksins.

M4A4 Howl.
M4A4 Howl. Skjáskot/Valve

Það hefur þó gerst áður að hönnun sé stolin en vopnið M4A4 Howl var tekin úr sölu fyrir nokkrum árum í svipuðu máli og fjallað er um hér að ofan. 

Í kjölfarið varð Howl hönnunin ein sú dýrasta í leiknum og margir sem sóttust í að eignast þetta sjaldgæfa vopn. M4A4 Howl kostar nú um 240.000 íslenskar krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert