Sendi líflátshótun á starfsmenn Nintendo

Starfsmaður Nintendo fékk senda líflátshótun á skrifstofu sína. Myndin tengist …
Starfsmaður Nintendo fékk senda líflátshótun á skrifstofu sína. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/AFP

Nýlega var kona handtekin eftir að hafa sent líflátshótanir á starfsmenn tæknirisans Nintendo. Auðvelt er fyrir óprúttna aðila að komast að netföngum og heimilisföngum fólks ef einstaklingar passa sig ekki.

Mörg tölvuleikjafyrirtæki hafa verið undir árásum undanfarið og fengið marga tölvupósta þar sem lífi starfsmanna er ógnað. 

Nintendo reynir að taka á þessu

Nýjasta málið á rætur að rekja til Kyoto í Japan en þar fékk einn stjórnandi Nintendo sendan pakka á skrifstofu sína þar sem líflátshótunin var skrifuð á pappír. Í bréfinu stóð: „Ég drep þig og megi Nintendo deyja!“

Ráðstefnan var haldin í byrjun febrúar.
Ráðstefnan var haldin í byrjun febrúar. Skjáskot/Nintendo

Kona búsett í Kyoto hefur verið handtekin vegna málsins en ekki er vitað hvers vegna hún sendi líflátshótunina en pakkinn var sendur sama dag og Nintendo hélt ráðstefnu í Japan undir nafninu Nintendo Direct.

Þar kynnti fyrirtækið nýja leiki eins og Metroid Prime Remastered og sýndi nýtt myndbrot úr nýjum leik The Legend of Zelda: Tears of the Kingdom. 

Nýr leikur The Legend of Zelda er væntanlegur innan tíðar.
Nýr leikur The Legend of Zelda er væntanlegur innan tíðar. Skjáskot/Nintendo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert