Hægt að spila frítt um helgina

Leikurinn Far Cry 6 er frír yfir helgina.
Leikurinn Far Cry 6 er frír yfir helgina. Mynd/Ubisoft

Þrátt fyrir að leikurinn hafi verið til í meira en ár er hann ávallt vinsæll. Leikjaframleiðandinn Ubisoft tilkynnti á dögunum að leikur þeirra, Far Cry 6, verður frír helgina 16. til 20. febrúar.

Helgina kallar Ubisoft ástarhelgina og er markmiðið að fleiri spilarar prófi leikinn og þá kaupa hann í kjölfarið.

Í leiknum verður haldið upp á valentínusardaginn og verður margt hægt að skoða á víð og dreif um kortið. 

Allt enn til staðar

Þeir spilarar sem nýta tækifærið og prófa leikinn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að missa allan árangur þegar prufutímabilið er búið en öll gögn verða til staðar ákveði leikmaður að kaupa leikinn í kjölfarið.

Til þess að fagna helginni hefur Ubisoft einnig ákveðið að setja leikinn á útsölu en allt að 70% afsláttur er á leiknum, en fer þó eftir hvaða útgáfu spilari velur.

Hægt er að spila Far Cry 6 á borðtölvum, Playstation og Xbox.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert