Ástbjört Viðja
Íslenska undankeppnin fyrir Evrópumótið í Dota 2 hefst á sunnudaginn og geta leikmenn nú þegar skráð lið sitt til leiks.
Evrópumótið fer fram í nóvember en það er á vegum IESF og leiðir að heimsmeistaramótinu, sem fer fram í Rúmeníu að þessu sinni. Aðeins eitt lið frá Íslandi kemst áfram til þess að spila fyrir hönd þjóðarinnar og hefst baráttan um þann heiður klukkan 16 á sunnudaginn.
Nú þegar hafa ríkjandi deildarmeistarar í Dota 2 skráð sig til leiks en leikmenn Fylkis flugu ósigraðir í gegnum Kraftvéladeildina í enda síðasta mánaðar.
Skráning fer fram á Challengermode en reglur á Evrópumótinu eru að finna hér.
Myndbandið hér fyrir neðan sýnir stuttlega frá úrslitunum í Dota 2 á heimsmeistaramótinu á síðasta ári sem þá fór fram á Bali í Indónesíu.