Eftir mikil vonbrigði á stórmótinu í Counter-Strike í Póllandi hefur leikmaðurinn misst sæti sitt í liðinu. Liðið ENCE gekk ekki eins vel og spáð var fyrir mót og hefur liðið því brugðið á það ráð að setja Valdemar „valde“ Bjørn Vangså á bekkinn.
Tilkynning þess efnis barst í dag og hefur verið ákveðið að leikmaðurinn „HENU“ úr unglingaliði ENCE muni taka hans stað.
ROSTER UPDATE@Officialvalde has been benched from our active CS:GO lineup.
— ENCE (@ENCE) February 14, 2023
While we're working on signing the new fifth player, @1HENU will stand in for this week's CCT Malta Finals.
Read more:https://t.co/KReipbFiCL#EZ4ENCE pic.twitter.com/D2WGCiGxvy
Valde kom til liðs við ENCE í ágúst 2022 og hefur gengið ágætlega að koma sér fyrir í liðinu og fengið ágætar einkunnir á mótum síðasta hálfa árið.
ENCE gekk þó ekki vel í umspilskeppninni fyrir IEM Katowice í Póllandi þar sem þeir töpuðu tveimur leikjum, gegn Cloud9 og Complexity og voru því úr leik. Eftir mótið tók liðið þátt í umspili fyrir næsta stórmót sem fer fram í Brasilíu en datt þar einnig úr leik eftir tvö töp í röð.
ENCE ákvað þá að breyta uppstillingu á liðinu og leikmaðurinn HENU mun æfa og spila með liðinu á næstunni og ENCE reynir einnig að fá til sín 23 ára Ísraelska leikmanninn „Nertz“.
Næst á dagskrá hjá liðinu er að reyna fá sæti á stórmótinu í París sem fer fram um miðjan apríl.