Settur á bekkinn eftir lélega frammistöðu

Leikmaðurinn Valde missti sæti sitt í byrjunarliði ENCE.
Leikmaðurinn Valde missti sæti sitt í byrjunarliði ENCE. Mynd/ENCE

Eftir mikil vonbrigði á stórmótinu í Counter-Strike í Póllandi hefur leikmaðurinn misst sæti sitt í liðinu. Liðið ENCE gekk ekki eins vel og spáð var fyrir mót og hefur liðið því brugðið á það ráð að setja Valdemar „valde“ Bjørn Vangså á bekkinn.

Tilkynning þess efnis barst í dag og hefur verið ákveðið að leikmaðurinn „HENU“ úr unglingaliði ENCE muni taka hans stað. 

 

 

Valde kom til liðs við ENCE í ágúst 2022 og hefur gengið ágætlega að koma sér fyrir í liðinu og fengið ágætar einkunnir á mótum síðasta hálfa árið.

Tvö högg í röð

ENCE gekk þó ekki vel í umspilskeppninni fyrir IEM Katowice í Póllandi þar sem þeir töpuðu tveimur leikjum, gegn Cloud9 og Complexity og voru því úr leik. Eftir mótið tók liðið þátt í umspili fyrir næsta stórmót sem fer fram í Brasilíu en datt þar einnig úr leik eftir tvö töp í röð.

Breyta til

ENCE ákvað þá að breyta uppstillingu á liðinu og leikmaðurinn HENU mun æfa og spila með liðinu á næstunni og ENCE reynir einnig að fá til sín 23 ára Ísraelska leikmanninn „Nertz“.

Næst á dagskrá hjá liðinu er að reyna fá sæti á stórmótinu í París sem fer fram um miðjan apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert