Stolna hönnunin fjarlægð

Framleiðendur leiksins hafa fjarlægt nýju hönnunina.
Framleiðendur leiksins hafa fjarlægt nýju hönnunina. Mynd/Steam

Fyrr í vikunni kom í ljós að ný hönnun á vopni í leiknum Counter-Strike gæti verið stolin. Hægt var að kaupa nýja hönnun vopnsins á markaði Counter-Strike eða freista lukkunnar og reyna að eignast vopnið með kaupum á lukkukassa. 

YouTu­be-stjarn­an og listamaður­inn Vexx hélt því fram á sam­fé­lags­miðlum sín­um að nýju vopn­in væru stol­in list frá sér og að hann væri að lög­sækja hönnuð ann­ars vopns­ins í von um að ná sínu fram. “

Vopnið sem var fjarlægt úr leiknum.
Vopnið sem var fjarlægt úr leiknum. Mynd/CSGO

Í dag tilkynnti Valve, framleiðandi tölvuleiksins, að hönnunin hefði verið fjarlægð úr leiknum og það hefði verið sett nýtt vopn inn í staðinn. Margir vonuðu að hönnunin á vopninu myndi fara í sama flokk og annað vopn, M4A4 Howl, sem var með stolinni hönnun á.

M4A4 Howl.
M4A4 Howl. Skjáskot/Valve

Howl var tekið úr sölu en ekki fjarlægt úr leiknum sem gerði það að verkum að vopnið var eftirsóknarvert og voru margir safnarar sem vildu vera með það í safni sínu.

Allt kom fyrir ekki og var nýja hönnunin alveg fjarlægð úr leiknum.

Skipti- og sölumarkaður vopna í Counter-Strike er risastór hluti af leiknum og mörg hönnunin sem kostar hundruð þúsunda króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert