Núverandi útgáfa af Fortnite hefur verið stytt um tvo daga en næsti kafli hefst því 8. mars en ekki 10. mars eins og var áður. Epic Games, framleiðandi leiksins, tilkynnti fréttirnar á Twitter-síðu sinni en greindi ekki frá ástæðunni bakvið ákvörðunina.
📅Fortnite Battle Royale Chapter 4 Season 1 now ends on March 8, a few days earlier than announced.
— Fortnite Status (@FortniteStatus) February 15, 2023
Log in anytime starting March 2 for a boost of Supercharged XP each day and finish the season and Battle Pass strong! pic.twitter.com/EA9OGJcch8
Hinsvegar voru nokkrir spilarar sem veltu fyrir sér hvernig ætti að vinna upp tapaðan tíma og tækifæri til þess að ná verðlaununum fyrir það að komast á hæsta stig í leiknum.
Epic Games tilkynnti því að frá og með 2. mars geta spilarar kveikt á leiknum og fá fleiri reynslustig fyrir hvern spilaðan leik en venjan er.
Nýja dagsetningin á uppfærslunni má reikna með að ekki náist að halda í hefð Epic Games að byrja nýjan kafla á sunnudögum en yfirleitt klárast kafli á föstudögum eða snemma á laugardögum.
Vegna breytingan mun kaflinn klárast á miðvikudegi en endanleg dagsetning nýja kaflans hefur ekki verið birt.