Oft þurfa spilarar að standast ýmsar áskoranir ætli þeir að fá bestu vopnin og verðmætin í leikjum en nýja uppfærsla tölvuleikins PUBG: Battlegrounds tekur það á næsta stig. Nýja uppfærslan kom út fyrir borðtölvur á dögunum og meðal annars voru ísbirnir kynntir til leiks.
Ísbirnir fela sig í hellum víðsvegar um kortið og hvíla sig á verðmætum vopnum og búnaði. Spilarar geta farið inn í hellana en þurfa passa sig því ísbirnir hlífa engum.
Ásamt bjarndýranna voru breytingar gerðar á kortinu og er það nú ísilagt og falleg norðurljós príða himininn. Öðru hvoru veðrar illa á kortinu og snjóstormur gengur yfir það.
Margar smávægilegar breytingar voru einnig gerðar og gallar lagaðir. Í myndskeiðinu hér að neðan sést leikmaður hitta ísbjörn í fyrsta skipti.