Án liðs en sýnir takta á netinu

Leikmaðurinn syrsoN.
Leikmaðurinn syrsoN. Ljósmynd/Liquipedia

Þýski Counter-Strike spilarinn Florian „syrsoN“ ákvað fyrir nokkrum dögum að stíga tímabundið niður úr liðinu BIG. SyrsoN hefur undanfarin ár leikið með BIG og með fínum frammistöðum en vonbrigði á síðasta móti eru ástæðan fyrir því að hann hættir leik með liðinu.

Þarf að sanna sig á ný

Hann hefur streymt frá leikjum sínum undanfarið og sýndi hann flotta takta á goðsagnakennda kortinu Dust II þar sem hann tekur út fjóra leikmenn á stuttum tíma.

Riffillinn sem hann notaði er ekki sá kraftmesti og þarf að hitta á haus andstæðinga ætli leikmaður sér að taka hann úr leik, það gerði syrsoN en í stað þess að taka út einn andstæðing tók hann út þrjá með þremur kúlum.

Hægt er að sjá myndskeiðið hér að neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert