Háværasta höllin heimsótt á ný

Jeunesse höll í Rio De Janeiro.
Jeunesse höll í Rio De Janeiro. Ljósmynd/JeunesseArena/Reprodução

Í apríl fer fram stórmót í íþróttahöllinni Jeunesse Arena í Brasilíu. Mótið er síðasta Counter-Strike mót áður en liðin halda til Parísar þar sem keppt verður um einn af stærsta titil ársins.

Brasilía hélt Counter-Strike mót árið 2022 og voru áhorfendur svo virkir að hávaðamet var slegið.

Æstir áhorfendur

Mörg brasilísk lið mættu þar til leiks og voru áhorfendurnir spenntir að sjá þá glíma við stærstu lið heims. 

Mótið byrjar 17. apríl og stendur yfir í fjóra daga. Sextán lið mæta til leiks en þar á meðal eru Faze, Natus Vincere, Vitality, Heroic og Ninjas in Pyjamas.

Sigurliðið fær um 30 milljónir íslenskra króna í sinn hlut og þátttökurétt á stórmóti sumarsins sem fer fram í júlí og ágúst.

Úrslitakeppnin í Brasilíu mun fara fram fyrir framan áhorfendur síðustu tvo dagana og eru sæti fyrir um 18.000 áhorfendur. 

Liðin sem hafa tryggt sér þátttökurétt í Brasilíu.
Liðin sem hafa tryggt sér þátttökurétt í Brasilíu. Mynd/IEM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert