Bíómynd byggð á einum vinsælasta tölvuleik sögunnar

Leikstjarnan Taron Egerton er einn aðalleikara í myndinni.
Leikstjarnan Taron Egerton er einn aðalleikara í myndinni. Mynd/AMY SUSSMAN

Ný stikla kom út frá Apple þar sem bíómyndin Tetris var kynnt til sögunnar. Tetris var gefinn út árið 1984 af Alexey Pajitnov og var upprunalega hannaður fyrir íbúa Sovétrikjanna en kom síðar til annarra landa.

Leikurinn sló rækilega í gegn og varð fljótt einn vinsælasti leikur heims. Apple hefur undanfarna mánuði verið í tökum á myndinni og mun hún veita innsýn í líf Alexey og hvernig leikurinn kom til.

Sagan segir einnig frá því hvernig leikurinn fór frá því að vera innan afmarkaðs hóps í Sovétríkjunum yfir í að vera gefinn út á öllum mörkuðum heims.

Leikurinn varð heimsfrægur með komu Gameboy á markað leikjatölva og framleiðendur leituðu um víðan völl eftir leikjum til þess að bjóða upp á, úr því varð ferð til Sovétríkjanna að skoða Tetris.

Myndin kemur út 31. mars á streymisveitu Apple, Apple+

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert