Gengið inn í Mario-veröld í Kópavogi

Frá Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart.
Frá Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart. Ljósmynd/Elín Guðmundsdóttir

Nintendo-aðdáendur á Íslandi geta hugsað sér gott til glóðarinnar þar sem undirbúningur er hafinn á býsna stórum Mariofögnuði sem mun standa yfir í þrjá daga.

Helgina 10. til 12. mars verður hægt að ganga inn í einskonar Mario-veröld í Kópavogi þar sem rafíþróttahöllin Arena verður skreytt í bak og fyrir í anda Super Mario og annarra Nintendo-persóna.

Hefst með ratleik í húsinu

Fögnuðurinn hefst á ratleik innan Arena þar sem þátttakendur leysa þrautir og safna krónum í þeim tilgangi að bjarga Fíkjuprinsessunni, Princess Peach. Þá þurfa menn að hafa hraðar hendur til þess að vera á undan hinum.

Fyrir utan ratleikinn verður keppt í tölvuleikjunum Super Smash Bros., Mario Kart og Pokémon yfir helgina og verða úrslitin sýnd í beinni útsendingu.

Natasja Dagbjartardóttir fékk Nintendo Switch Oledo og gullnu skelina fyrir …
Natasja Dagbjartardóttir fékk Nintendo Switch Oledo og gullnu skelina fyrir sigur á Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart. Ljósmynd/Elín Guðmundsdóttir

Fjóreyki undirbýr fögnuðinn

Natasja er fyrsti og ríkjandi Íslandsmeistari í Mario Kart en það var Adam Leslie Scanlon sem hélt það mót á síðasta ári og gekk það vonum framar. Upp frá því hafa þau í sameiningu staðið fyrir ýmsum Mario-viðburðum og myndað vinatengsl í kjölfarið.

Tölvuleikjapían og streymandinn Marín Eydal, í Gameverunni á GameTíví, hefur nú slegist í för með þeim ásamt Erlingi Atla Pálmarssyni, mótastjóra Zoner's Paradise, og vinnur fjóreykið hörðum höndum að undirbúning fögnuðsins.

Fögnuðurinn er haldinn undir merkjum fyrirtækisins Next Level Events í samstarfi við Ormsson.

Verið lengi í umræðunni

Fögnuðurinn hefur þó verið í bígerð um þó nokkurn tíma þar sem umræðan um hann hófst í raun í beinu framhaldi af Íslandsmeistaramótinu.

Adam óskaði svo eftir gagnrýni samfélagsins á þær hugmyndir sem hann hafði um fögnuðinn í desember þegar prufukeyrsla á brautum fór fram í Arena.

Nánar um fögnuðinn má lesa á Facebook og fer skráning fram í gegnum þennan hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert