Beint: Umspilsmót fyrir Blast-mótaröðina

Rafíþróttamótið BLAST Premier World Final.
Rafíþróttamótið BLAST Premier World Final. Ljósmynd/HLTV

Nú er komið að Íslenska BLAST umspilinu í Counter-Strike árið 2023. Í kvöld munu fjögur efstu lið Ljósleiðaradeildarinnar mætast og hefjast viðureignirnar klukkan 20.00. Sigurvegari fær sæti í Norðurlandakeppni BLAST.

Keppnin í kvöld er milli þeirra bestu í deildinni og tækifæri til að sanna hæfileika sína. Þú vilt ekki missa af einni mínútu af hasarnum þar sem þessi lið berjast fyrir tækifærinu að sanna sig á erlendri grundu.

Liðin sem mætast í kvöld.
Liðin sem mætast í kvöld. Grafík/RÍSÍ


Rafíþróttaliðið Dusty sigraði Ljósleiðaradeildina á dögunum en samkeppnin var hörð og barist fram á síðasta keppnisdag.

Verður uppáhaldsliðið þitt á toppnum? Sýnt verður frá viðureignunum í beinni útsendingu á Twitch.com/rafithrottir og Twitch.com/rafithrottir_1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka