Sögðu upp fjórðungi starfsmanna sinna þrátt fyrir mikinn vöxt

Fyrirtækið var sett á hlutabréfamarkað í júlí árið 2022.
Fyrirtækið var sett á hlutabréfamarkað í júlí árið 2022. Ljósmynd/FaZe

Eitt frægasta rafíþróttalið heims, FaZe Clan, sagði upp rúmlega 20% af starfsmönnum sínum nýlega. Í skeyti sem starfsmenn fyrirtækisins fengu segir að FaZe hafi vaxið mikið undanfarið og árið 2022 hafi fyrirtækið skilað inn 25% hærri tekjum en árið árið.

Forstjórinn segist vera spenntur fyrir komandi tímum og er vongóður um að fyrirtækið muni stækka enn frekar. 

Markmið sem gekk ekki upp

Í júlí árið 2022 var fyrirtækið sett á markað og hægt að kaupa hlutabréf í félaginu á NASDAQ markaðinum. Síðan þá hafa hlutabréfin hrunið frá um 3.000 krónum á hlut niður í 128 krónur. Forstjóri FaZe sagði að markmiðið hafi verið að safna eigin hlutafé og nota það í að byggja upp rafíþróttaliðin og skoða ný tækifæri í rafíþróttaheiminum.

Hrunið síðan í júlí.
Hrunið síðan í júlí. Skjáskot/Google

Til þess hafi þurft að ráða inn starfsfólk. Uppsagnirnar eru því liður í því að lækka launakostnað fyrirtækisins og auka tekjurnar.

Markmið fyrirtækisins núna er örlítið breytt frá því áður og einbeita stjórnendur sér að því að vanda fjárfestingar og passa hvert fjármagnið fer.

FaZe er ekki eina rafíþróttaliðið sem fækkar starfsfólki en liðin 100 Thieves, OpTic Gaming og Riot Games hafa gert slíkt hið sama.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka